Íslandsmeistarar Þór/KA er eitt af þremur efstu liðunum í kjöri Samtaka Íþróttamanna á liði ársins. Samtökin útnefna lið ársins, þjálfara ársins og íþróttamann ársins í 62. skipti fimmtudagskvöldið 28. desember.
Nú er birt hverjir enduðu í efstu þremur sætunum í þeim kosningum um lið ársins og þjálfara ársins í stafrófsröð. Þá eru tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins tilkynnt, einnig í stafrófsröð. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson er eini Akureyringurinn á þeim lista.
Niðurstaðan í þessu öllu saman verður kynnt í Hörpu á fimmtudagskvöldið en þar hefst dagskráin klukkan 18.00.
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2017, í stafrófsröð, eru eftirtalin:
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Helgi Sveinsson, frjálsíþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf
Þrír efstu í kjörinu á þjálfara ársins 2017, í stafrófsröð:
Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrna, þjálfari kvennaliðs Kristianstad
Heimir Hallgrímsson, knattspyrna, þjálfari karlalandsliðs Íslands
Þórir Hergeirsson, handknattleikur, þjálfari kvennalandsliðs Noregs
Þrjú efstu í kjörinu á liði ársins 2017, í stafrófsröð:
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu
Valur, Íslandsmeistari karla í handknattleik
Þór/KA, Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu
UMMÆLI