Samfélagssjóður EFLU veitti sína elleftu úthlutun á dögunum. Að þessu sinni bárust 77 umsóknir í alla flokka og hlutu 8 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar. Eitt verkefni á Norðurlandi fékk styrk en það var leikskólinn Iðavöllur á Akureyri fyrir verkefnið Það er leikur að læra.
Markmiðið með verkefninu er að efla íslenskukunnáttu barna og foreldra af erlendum uppruna, styrkja samstarf milli skóla og heimilis, auka þátttöku foreldra í skólastarfi og auðvelda fjölskyldum af erlendum uppruna að mynda tengsl í íslenskt samfélag.
Styrkurinn verður nýttur til að útbúa tösku sem börn af erlendum uppruna geta skipst á að taka með sér heim. Markmiðið með verkefninu er að efla orðaforða sem þau læra hverju sinni í leikskólanum. Í töskunni verður að finna spjaldtölvu með orðaforðaverkefnum, spil, bækur og hugmyndir að leikjum.
UMMÆLI