Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir Einingu-Iðju voru margir þættir kannaðir, m.a. um heildarlaun og dagvinnulaun viðkomandi.
Ríflega þriðjungur félagsmanna í stéttarfélaginu eru sátt með laun sín en 36% segjast vera sátt með laun sín miðað við 32,2% í fyrra. 34,9% eru ósátt miðað við 39,9% í fyrra. Fleiri konur en karlar eru ósáttari með launin og eins frekar eldri en þeir sem yngri eru.
Greint er frá niðurstöðunum á vefsíðu félagsins en félagssvæði þess nær yfir Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð og Eyjafjörð, Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu. Að meðaltali voru heildarlaunin 463.297 í ár en voru 442.828 kr. í fyrra.
UMMÆLI