Framsókn

KA á sex leikmenn í úrvalsliðum fyrri hluta

KA á í heildina sex leikmenn í úrvalsliðum karla og kvenna í Mizunodeildinni í blaki sem valið hefur verið nú þegar keppnistímabilið er hálfnað. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að félögin senda inn atkvæðaseðla og þá er einnig stuðst við tölfræði úr leikjum.

Alls eru fimm leikmenn úr KA í úrvalsliði karla ásamt þjálfara liðsins Filip Szewczyk, og svo einn leikmaður í úrvalsliði kvenna.

Úrvalslið Mizunodeildar karla – fyrri hluti
Kantur: Ævar Freyr Birgisson, KA
Kantur: Michael Pelletier, Stjarnan
Miðja: Gary House, HK
Miðja: Mason Casner, KA
Uppspilari: Filip Szewczyk, KA
Díó: Quintin Moore, KA
Frelsingi: Gunnar Pálmi Hannesson, KA
Þjálfari:  Filip Szewczyk, KA

Úrvalslið Mizunodeildar kvenna – fyrri hluti
Kantur: Sofie Sjöberg, Stjarnan
Kantur: Paula Del Olmo Gomez, Þróttur Nes
Miðja: Fjóla Rut Svavarsdóttir, Afturelding
Miðja: Hanna María Friðriksdóttir, HK
Uppspilari: Ijeoma Moronu, KA
Díó: Erla Rán Eiríksdóttir, Stjarnan
Frelsingi: Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Þjálfari: Borja Gonzalez Vicente, Þróttur Nes

VG

UMMÆLI

Sambíó