Hjálpræðisherinn á Akureyri tók á móti rúmlega 40 þúsund krónum sem vinkonurnar Kolfinna Líndal 11 ára og Sunna Þórveig 10 ára söfnuðu til styrktar heimilislausra í bænum. Þær tóku upp á því að perla og selja það til þess að safna. Mikið hefur verið fjallað um heimilislausa á Akureyri undanfarið og því voru viðbrögðin heldur betur framar vonum og vinkonurnar hæstánægðar er þær afhendu fulltrúa Hjálpræðishersins á Akureyri afreksturinn.
„Umræðan á heimilinu hefur verið að fólk hafi það misgott og sumir eigi ekki heimili. Þessar stúlkur mega ekkert aumt sjá og því vildu þær gera þetta til að hjálpa þeim sem minna mega sín,“ segir Alma Sif móðir Sunnu Þórveigar í samtali við Vikudag.
Flottar stelpur og fallegt framtak!
UMMÆLI