NTC

Bæjarstjórinn fær 800 þúsund í eingreiðslu

Eiríkur Björn Björgvinsson. Mynd: Akureyri.is.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu. Ástæðan er afturvirk leiðrétting á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ, en bæjarráð samþykkti viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans á fundi í gær. Vísir greinir frá þessu í dag.

Viðaukinn er þess hljóðandi að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma.

Launin hækkuðu um 7,3%
Laun bæjarstjóra hafa nú hækkað um 7,3 prósentustig á milli áranna 2016 og 2017, eða 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Laun taka breytingum tvisvar á ári, í janúar og júlí, samkvæmt vísitölunni. Sumarið 2016 voru launin hans 1.473 þúsund krónur á mánuði, 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar síðastliðinn og hækkuðu nú í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní. Hann fær nú mismuninn greiddan allt aftur til júní.

Eftir áramót, mánaðarmótin desember-janúar, getur bæjarstjórinn átt von á annarri launahækkun en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 1,1 prósent frá júní til október. Ef vísitalan hækkar ekki frekar þessa síðustu tvo mánuði ársins verður launahækkunin í kringum 17 þúsund krónur.

VG

UMMÆLI

Sambíó