Starfsfólk Átaks styður Rauða Krossinn með jólagjöfum

Starfsfólk líkamsræktarstöðvarinnar Átaks á Akureyri hefur safnað saman jólagjöfum til þess að gefa Rauða Krossinum. Jólagjafirnar eru ætlaðar þeim sem hafa lítið á milli handanna yfir hátíðirnar og þurfa á þeim að halda.

Guðrún Gísladóttir framkvæmdastjóri Átaks segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún las fréttir um að ýmsum óþarfa hafi verið pakkað inn undanfarin ár og gefnir Rauða Krossinum.

„Það voru ótrúlegustu hlutir sem svo sannarlega gleðja ekki. Ég vildi því leggja mitt af mörkum og með 70 manns í vinnu ákvað ég að senda póst á starfsmennina mína sem tóku svo vel í hugmyndina. Á 6 dögum tókst okkur að safna nokkuð vel og ákveðin í að endurtaka að ári.“

Afhending gjafanna fór fram í gærkvöldi. Fallegt framtak hjá starfsólki.

Sambíó

UMMÆLI