Kylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar stóðu sig vel á Íslandsmótinu í golfiTumi Hrafn Kúld. Mynd: gagolf.is

Kylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar stóðu sig vel á Íslandsmótinu í golfi

Golfklúbbur Akureyrar átti 13 kylfinga sem tóku þátt í Íslandsmótinu í golfi sem fór fram á Akureyri um helgina. Tveir kylfingar komust á verðlaunapall en allir stóðu sig vel.

Það voru þeir Lárus Ingi, klúbbmeistari, og Tumi Hrafn Kúld sem enduðu jafnir í 3. sæti í mótinu á einu höggi undir pari.

Á eftir þeim komu Eyþór Hrafnar og Örvar Samúelsson á +8 og +10 sem er gífurleg bæting hjá þeim báðum síðan í meistaramóti GA. Mikael Máni, Ævarr Freyr og Skúli Gunnar Ágústsson enduðu mótið á +17, +20 og +21. Þetta var fyrsta Íslandsmót Skúla Gunnars og ljóst að framtíðin er björt hjá honum. 

Í kvennaflokknum spilaði Andrea Ýr best allra og kláraði mótið jöfn í 6. sæti og hana vantaði eniungis eitt högg í þriðja sætið.

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson urðu Íslandsmeistarar á mótinu.

Hér má sjá öll úrslit GA kylfinga:

Karlar:

T3 Lárus Ingi Antonsson 75-68-73-67
T3 Tumi Hrafn Kúld 70-72-70-71
T17 Eyþór Hrafnar Ketilsson 74-74-70-74
22 Örvar Samúelsson 77-73-70-74
T34 Mikael Máni Sigurðsson 74-76-72-79
40 Ævarr Freyr Birgisson 80-73-76-75
T41 Skúli Gunnar Ágústsson 79-74-79-73
MC Víðir Steinar Tómasson 76-87
MC Óskar Páll Valsson 83-81
MC Björgvin Þorsteinsson 84-84

Konur:

T6 Andrea Ýr Ásmundsdóttir 77-76-75-77
MC Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 82-84
MC Auður Bergrún Snorradóttir 89-87

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó