NTC

Verkmenntaskólinn á Akureyri setur upp Ávaxtakörfuna

Árlega setur leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri upp leiksýningu þar sem nemendur sjá um allt tengt sýningunni, sviðsmynd, tónlist, búninga og auðvitað leikhópinn. Í ár setur leikfélagið upp eina stærstu og metnaðarfyllstu sýningu sem leikfélagið hefur sett upp. Leikstjórar verksins í ár eru þau Pétur Guðjónsson og Jokka en Sindri Snær Konráðsson hefur verið að aðstoða hópinn með því að stýra söngæfingum.
Vegna þess hversu stórt og metnaðarfullt verkefni Ávaxtakarfan er var ákveðið að hefja æfingar mun fyrr en venjulega og hófust þær í október. Verkið verður frumsýnt í Hofi þann 11. febrúar næstkomandi.

Ávaxtakarfan er fjölskylduleikrit sem naut gríðarlegra vinsælda þegar það var fyrst sett upp hér á landi. Seinna var leikritið gefið út á spólu og geisladiskar með lögum úr þessu skemmtilega verki voru til á flestum heimilum.

Leikarar úr hópnum hafa verið að koma fram á Glerártorgi í aðdraganda jólanna til að kynna sýninguna og munu þeir næst koma fram 16., 22., og 23. desember.
Miðasala er hafin inn á www.mak.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó