Burial Rites tekin upp á Norðurlandi? – Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar í myndinni

Síðasta aftakan var í Vatnsdalshólum, Húnavatnssýslu. Þar stendur nú minnimerki að Þrístöpum þar sem aftakan fór fram.

Kvikmyndin Burial Rites, sem verður byggð á samnefndri bók eftir Hönnuh Kent, verður mögulega tekin upp að hluta til á Norðurlandi. Þessu greinir Rúv frá í dag en samkvæmt heimildum þeirra hefur tökulið myndarinnar verið í Vatnsdalnum og Vatnsnesinu í Húnaþingi vestra undanfarið að skoða aðstæður fyrir mögulega tökustaði.

Síðasta aftakan á Íslandi
Bókin, sem kom út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar árið 2014 undir nafninu Náðarstund, gerist á Íslandi á 19. öld. Sagan fjallar um Agnesi Magnúsdóttur sem var tekin af lífi árið 1830, ásamt Friðriki Sigurðssyni. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni en Natan var húsbóndi þeirra á Illugastöðum á Vatnsnesi og Pétur gestkomandi á bænum. Sagan af Agnesi og Friðriki er heimsþekkt því að morðin sem þau frömdu, og síðar aftaka þeirra, hafði áhrif á allt landið. Þau frömdu morðin þegar mennirnir voru sofandi og brenndu bæinn í kjölfarið. Þau voru síðan hálshöggvin opinberlega og höfuð þeirra fest upp á stengur. Um 150 manns var viðstatt við aftökuna en á þeim tíma var fólk skikkað til að mæta á aftökur, eða amk. einn fullgildan karlmann frá hverju heimili.

Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar. Mynd: Anthony Harvey.

Launahæsta leikkona heims leikur Agnesi Magnúsdóttur
Jennifer Lawrence er flestum kunnug en hún er ein frægasta leikkona Hollywood um þessar mundir. Hún hefur leikið í yfir 30 myndum og þar á meðal unnið Óskarsverðlaunin fyrir eina þeirra, myndina Silver linings playbook, ásamt því að vera tilnefnd til verðlaunanna fjórum sinnum.
Hún er þó hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndaseríunni Hunger Games þar sem hún fór með hlutverk Katniss Everdeen.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó