Myndband: Fálki étur húsönd

Magnús Skarphéðinsson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal náði á dögunum mögnuðu myndskeiði af fálka sem var að gæða sér á húsandarstegg skammt frá Svatrárkoti í Bárðardal.

„Við sáum fálkann fljúga yfir bæinn með eitthvað stórt í klónum og því sendi ég drónann á eftir honum til þess að sjá hvað hann væri með“, sagði Magnús í spjalli við 641.is.

Þegar dróninn fann fálkann skammt sunnan við Svartárkot, kom í ljós að hann hafði náð í húsandarstegg og var að éta hann.

„Fálkinn var greinilega ekki með það á hreinu að húsöndin er friðuð“, bætti Magnús við.

Fálkinn kippti sér lítið sem ekkert upp við nærveru drónans og giskaði Magnús á að dróninn hefði komist í nokkra metra fjarlægð við hann, eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó