Í ár bregður Bubbi ekki út af vananum með að halda þorláksmessutónleika víðsvegar um landið. Hann mun mæta til Akureyrar og halda tónleika í Hofi þann 21. desember.
Fáar hefðir í tónlist hafa orðið jafn lífseigar og þorláksmessutónleikarnir hans Bubba og eru þeir orðnir fastur liður í undirbúningi jólanna hjá fjölda fólks. Margir koma á tónleikana og enn fleiri hlusta á útsendingu Bylgjunnar heimafyrir eða í bílnum þegar verið er að ganga frá síðustu gjöfunum. Eitt er víst að fyrir marga myndi vanta mikið í jólhaldið ef ekki væru þorláksmessutónleikar Bubba Morthens.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 þann 21. desember og fer miðasala fram á mak.is
UMMÆLI