Framsókn

Ljót ummerki eftir utanvegarakstur

Jarðvegurinn er illa farinn eftir utanvegarakstur í Fálkafelli. Mynd: Jóhann Malmquist.

Mikið hefur verið um utanvegarakstur í nágrenni við hús Skátafélagsins Klakks á Fálkafelli við Akureyri þar sem mikil ummerki sjást og jarðvegurinn í brekkunni hefur allur verið spændur upp.
Þessu greinir Rúv frá í dag en Jóhann Gunnar Malmquist, félagsforingi Klakks, greinir frá því að hálsinn vestan hússins sé mjög illa farinn.

Þá hefur skátafélagið þegar skrifað bæjarstjórn og óskað þess að umferð um Glerárdalsöxl og Efstulág í Fálkafelli verði takmörkuð eða hreinlega bönnuð. Þá segir Jóhann að mikið sé um að vélsleðamenn séu að keyra þarna um og að þeim sé illa við þegar krakkar eru í útilegu í húsinu. Auðvitað megi þeir fara á fjallið en þá eigi þeir að halda sig utan girðingarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó