Það sem af er árinu hefur íbúum Akureyrar fjölgað þó nokkuð. Fyrstu níu mánuði ársins fóru þeir úr 18.590 í 18.710 manns sem þýðir að 220 nýir einstaklingar bættust í hóp nýrra íbúa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu íbúðarlánasjóðs en Vikudagur greinir frá þessu í dag.
Árið 2016 fjölgaði íbúum um 140 en í janúar 2015 voru íbúar 18.198. Það sýnir okkur að fjölgun Akureyringa er að aukast jafnt og þétt. Þegar gögn yfir íbúafjölda á Akureyri eru skoðuð íbúafjölda sýna þau að jákvæð íbúaþróun hefur verið á Akureyri undanfarin ár þar sem að meðaltali 100-200 nýir íbúar bætast við á hverju ári.
UMMÆLI