Snorri Óskarsson, betur þekktur sem Snorri í Betel, fékk 7 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar sem grunnskólakennari í Brekkuskóla. Snorra var sagt upp störfum hjá Akureyrarbæ, vegna ummæla um samkynhneigð sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta í febrúar 2016 og þess vegna höfðaði Snorri mál gegn Akureyrarbæ í formi skaðabóta vegna vangoldinna launa og miskabóta.
Snorri fór fram á 12 milljónir króna í bótakröfu sem hann sendi Akureyrarbæ á síðasta ári. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði þann 15. nóvember að Akureyrarbær þyrfti að greiða Snorra 6,5 milljónir króna í launabætur ásamt 500 þúsund krónum í miskabætur.
Rúv greinir frá því að bæjarráð hafi komið saman í morgun og ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar.
Sjá einnig:
UMMÆLI