NTC

Facebook-hópur sem hjálpar fjölskyldum um jólin á Akureyri – Hvetja alla sem eru aflögufærir að hjálpa

Mynd: Icelandair.

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur gerður í þeim tilgangi að hjálpa fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna um jólin. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið yfir hátíðarnar.

Fólk getur ýmist lagt málefninu lið með því að gefa matargjafir eða gjafabréf í matvöruverslanir. Um 1500 meðlimir eru þegar skráðir í hópinn en hann var stofnaður fyrir þremur árum síðan og hefur á þessum tíma aðstoðað margar fjölskyldur yfir hátíðirnar.

Fjölmargir setja inn á hópinn og bjóða fram aðstoð sína en því miður eru margir í neyð og því vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá stjórnendum síðunnar:

Nú er aðeins mánuður í jólin og margir farnir að kvíða fyrir þeim. Við ætlum að reyna að aðstoða alla þá sem til okkar leita en til þess þurfum við ykkar hjálp, þeir sem eru aflögufærir yfir jólin, endilega hafið samband. Þeir sem þurfa aðstoð eða vita um einhvern sem ekki myndi biðja um aðstoð endilega látið okkur vita sem fyrst. 
Hægt er að leggja inn á matargjafir, Reikningsnúmer er 1187-05-250899 kt 670117-0300,
kaupa bónuskort eða koma með mat. 
Hjálpumst öll að.

Vilt þú leggja málefninu lið? Þú getur skráð þig í facebook-hópinn hér. 

 

Sambíó

UMMÆLI