Geir Sveinsson landsliðsþjálfari í handknattleik er búinn að tilkynna 28 manna leikmannahóp sem hann mun síðan velja úr fyrir Evrópumótið í Króatíu í næsta mánuði.
Fjórir Akureyringar eru á meðal leikmanna í hópnum en þetta eru þeir Arnór Atlason sem leikur með Aalborg í Danmörku, Arnór Þór Gunnarsson sem leikur með Bergischer í Þýskalandi, Geir Guðmundsson sem leikur með Cesson Rennes í Frakklandi og Atli Ævar Ingólfsson sem leikur með Selfossi.
Arnór Atlason hefur ekki verið með í undanförnum verkefnum en er valinn í hópinn að þessu sinni.
Ísland leikur í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Serbíu en riðilinn sem Ísland spilar í verður spilaður í Split.
Leikmannahópurinn lítur svona út:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústafsson, Haukum
Hreiðar Levý Guðmundsson, Gróttu
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Aðrir leikmenn:
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Aron Pálmarsson, Barcelona
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Ásgeir Hallgrímsson, Nimes
Arnór Atlason, Aalborg
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Róbert Gunnarsson, Aarhus
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged
Geir Guðmundsson, Cesson Rennes
Bjarki Már Elíasson, Füchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Stjörnunni
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus
Janus Daði Smárason, Aalborg
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Atli Ævar Ingólfsson, Selfossi
Daníel Þór Ingason, Haukum
Ólafur Gústafsson, Kolding
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Ýmir Örn Gíslason, Val
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Elvar Örn Jónsson, Selfossi
UMMÆLI