Reem Almohammad er ein af sýrlensku flóttamönnunum sem komu til Akureyrar í janúar 2016. Reem kom með fjölskyldu sinni og fleiri sýrlenskum flóttamönnum og hefur búið hér síðan. Hún stundar nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Náttúrufræðibraut og er á sínu öðru ári.
Reem fór nýverið í viðtal við heimasíðu skólans þar sem hún fer víða. Hún segir að sér hafi farið mikið fram í íslensku og hún leggji sig alla fram við að læra tungumálið. Hún segist skilja um það bil 60% af því sem er sagt við hana en skilningurinn sé á því stigi að hún skilji ef fólk tali hægt og skýrt. Íslenskan er ansi frábrugðin móðurmáli Reem, arabísku, sem er af allt öðrum toga og með annað letur.
Íslenskt samfélag er framandi fyrir hana en hlutir sem hafa komið henni á óvart eru til dæmis hversu frjálsleg ungmenni hér á landi eru í litavali þegar þau lita á sér hárið og að Íslendingar sjóði fisk í vatni.
UMMÆLI