Um helgina fór fram paramót líkamsræktarstöðvarinnar Norður á Akureyri í Crossfit. Keppnin hófst á föstudaginn og henni lauk í dag við Hof á Akureyri þar sem keppendur í úrslitum syntu á paddle brettum út á pollinn og hlupu að Samkomubrúnni og til baka með 30 kílóa poka.
Fannar Hafsteinsson og Birkir Guðlaugsson sigruðu karlamegin og konumegin sigruðu þær Eva Kristín Evertsdóttir og Helena Pétursdóttir.
Eftirfarandi eru verðlaunahafar helgarinnar:
Konur
1. Sæti Eva Kristín Evertsdóttir og Helena Pétursdóttir með 580 stig
2.-3. sæti með 400 stig
Tinna Fylkisdóttir & Mía Svavarsdóttir
Harpa Lind Þrastardóttir & Hildur Bjarnadóttir
Karlar
1. Sæti Fannar Hafsteinsson & Birkir Guðlaugsson með 570 stig
2. Sæti Kristinn Ingólfsson & Bjarki Kristjánsson með 550 stig
3. Sæti Ívar Sigurbjörnsson & Eyvindur Jóhannsson með 420 stig
UMMÆLI