NTC

Útvarp Akureyri hefur göngu sína í dag

Útvarp Akureyri hefur göngu sína í dag

Útvarp Akureyri fer formlega í loftið í dag kl. 10:00 en útvarpsstöðin sendir út á tíðninni 98.7. Sent verður út allan sólarhringinn, alla daga ársins. Útvarpsstöðin er með stúdíó í Gránufélagsgötu 4 eða í JMJ-húsinu svokallaða.

Útvarpsmaðurinn Axel Axelsson er maðurinn á bak við útvarpsstöðina en hann hefur undanfarin ár stefnt að opnun norðlensks útvarps.

Axel mun sjá um útsendinguna fyrstu klukkutímana og mánudaginn 4. desember mun Axel hefja upp raust sína klukkan 07.00 í morgunútvarpinu sem hann kemur til með að stýra alla virka daga. Kunnuglegar raddir munu hljóma í Útvarpi Akureyrar eftir formlega opnun þess, eins og kemur fram í tilkynningu á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar.

Sambíó

UMMÆLI