Nýtt fjós var tekið í gagnið á Göngustöðum í Svarfaðardal nú í morgun en þetta er fyrsta fjósið sem tekið er í notkun þar sem Landstólpi hefur selt húsið og allan búnað í það. Kýrnar voru reknar inn í gærkvöldi og mjólkaðar í fyrsta skipti í morgun. Landstólpi birti myndband í dag af fjósinu og þar má meðal annars sjá kú í sinni fyrstu mjöltum í Merlin en þetta er annar Merlin mjaltaþjónninn sem gangsettur hefur verið á Íslandi.
Hér að neðan má sjá myndbandið frá Landstólpa.
UMMÆLI