Ásynjur skelltu sér einar á toppinn í Hertz deildinni í íshokkí eftir magnaðan sigur á Ynjum í hörkuspennandi leik. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Ynjur áttu leik til góða. Ásynjur höfðu harma að hefna en Ynjurnar höfðu unnið síðustu tvær viðureignir liðanna.
Úrslit leiksins réðust í vítakeppni en eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 8-8. Díana Mjöll Björgvinsdóttir var sú eina sem skoraði í vítakeppninni með sínu öðru marki í leiknum og var það nóg til að tryggja Ásynjum sigurinn. Eva María Karvelsdóttir gerði einnig tvö mörk í viðureigninni. Fimm aðrar leikkonur komust á blað hjá Ásynjum. Hjá Ynjum skoraði Sara Sigurðardóttir 2 mörk.
Ásynjur eru nú einar á toppnum með 17 stig einu stigi meira en Ynjur í öðru sæti.
UMMÆLI