Samþykkt hefur verið að takmarka bílaumferð vegna viðburða um Verslunarmannahelgina, ýmist með götulokunum eða umferðarstýringu á fimmtudag, föstudag og laugardag. Einnig verða nokkrar götur í miðbæ Akureyrar lokaðar bílaumferð næstu daga líkt og venjan er um verslunarmannahelgi.
Sjá einnig: Viðburðir um Verslunarmannahelgina á Akureyri
Þrátt fyrir að fjölskylduhátíðinni „Ein með Öllu“ hafi verið formlega aflýst þá verða nokkrir minni viðburðir á dagskrá um Verslunarmannahelgina á Akureyri. Hjólreiðahátíð Greifans stendur sem hæst yfir um helgina og fjallahlaupið Súlur Vertical verður haldið á laugardag. Einnig fer kirkjutröppuhlaupið fram um helgina. Bílaumferð verður tímabundið takmörkuð vegna þessa viðburða.
Eftir sem áður er auðvelt að komast um bæinn gangandi eða hjólandi. Veðurspáin fyrir helgina lítur vel út og því hvetur Akureyrarbær íbúa og gesti til að skilja bílinn eftir ef leiðin liggur um miðbæinn um helgina.
Akureyrarbær hefur útbúið kort sem sýnir myndrænt helstu umferðartakmarkanir um helgina.
UMMÆLI