Knattspyrnumaðurinn Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við KA út árið 2024. Jakob kemur til liðsins frá Þórsurum en þar haefur hann verið undanfarin ár og spilað 97 leiki og skorað 11 mörk.
„Við bjóðum Jakob velkominn í KA um leið og við minnum á leik okkar manna á móti Keflavík á þriðjudaginn 3 ágúst á Greifavelli,“ segir í tilkynningu KA.
UMMÆLI