Bryndís Rún Hansen sundkona úr Óðni mun ekki geta tekið þátt í Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Danmörku í desember.
Síðan í ágúst hefur Bryndís verið að glíma við loftbrjóst með tilheyrandi óþægindum. Hún stundar háskólanám á bandarísku eyjunni Havai og keppti á sterku skólamóti í Texas um helgina. Þar kom í ljós að hún þarf að hugsa vel um sig til að ná fyrri styrk.
Læknar á Havai ráðlögðu Bryndísi þá að forðast langt flug og þá áreynslu sem fylgir því að keppa á EM. Á síðasta keppnistímabili glímdi Bryndís við þrálát veikindi, sýkingar í ennis- og kinnholum.
UMMÆLI