Viðburðir um Verslunarmannahelgina á Akureyri

Viðburðir um Verslunarmannahelgina á Akureyri

Þrátt fyrir að stórviðburðum á fjölskylduhátíðinni „Ein með Öllu“ á Akureyri hafi verið aflýst munu margir skemmtilegir minni viðburðir fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgina sem rúmast þeir innan þeirra sóttvarnarreglna sem eru nú í gildi.

Sjá einnig: Einni með öllu á Akureyri aflýst

Nóg verður um útivist og hreyfingu fyrir alla aldurshópa en helst má þar nefna fjallahlaupið Súlur Vertical og Hjólreiðahátíð Greifans.

Sjá einnig: Súlur Vertical með breyttu sniði vegna sóttvarnaráðstafanna

Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju verður á sínum stað. Allir krakkar velkomnir og mun Hvolpasveitin mæta og hitta krakkana og allir fá gefins glaðning frá Ölgerðinni. AquaZumba með Þórunni Kristínu verður í sundlaug Hrafnagils og paramót á vegum líkamsræktarstöðva Norður AK verður haldið frá föstudegi til sunnudags.

Rafhjólaklúbbur Akureyrar verður með Rafhjólaleikana 2021 og AKUREYRI.BIKE götuhjólaáskorunin.

Sjáðu alla viðburði sem verða í boði um Verslunarmannahelgina á Akureyri á heimasíðu Einnar með Öllu með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó