NTC

Rauði Krossinn undirbýr verkefni sem snýr að skaðaminnkun fyrir jaðarsetta hópa í samfé­laginu

Rauði Krossinn á Akureyri undirbýr nú verkefni sem snýr að skaðaminnkun fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu. Verkefninu er ætlað að hjálpa til dæmis heimilislausum og þeim sem nota vímuefni í æð. Verkefnið er að fyrirmynd verkefnis á höfuðborgarsvæðinu sem kallast Frú Ragnheiður, þar er sérinnréttuðum bíl ekið um göturnar sex kvöld í viku.

Í bílnum er starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta fengið heilbrigðisaðastoð og þar er einnig boðið upp á nálaskiptaþjónustu. Einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað til að draga úr líkur á smiti. Um sjálfboðastarf er að ræða.

Hafsteinn Jakobosson, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Eyjafirði, segir í samtali við Vikudag þörf sé fyrir slíka þjónustu á svæðinu en að þótt verkefnið verði í anda Frú Ragnheiðar muni það eðlilega taka mið af því að hér sé um fámennara svæði að ræða.

„Við fórum í nokkurra mánaða undirbúningsvinnu þar sem niðurstaðan var sú að þetta væri eitthvað sem þyrfti að koma á laggirnar.“ Nánar er fjallað um málið á Vikudag.is

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó