Frístundaráð Akureyrarbæjar auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar ráðsins. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttismála í samræmi við Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Viðurkenningu geta hlotið:
Fyrirtæki sem hafa:
- sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttismálum
- unnið að því að afnema staðalímyndir kynjanna
- sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla
- gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Félög/félagasamtök sem hafa:
- sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttismálum
- sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla
- gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundna eða kynferðislega áreitni innan félags
- veitt leiðbeinendum/þjálfurum fræðslu um jafnréttismál
- Einstaklingar sem hafa skarað fram úr í vinnu að jafnréttismálum
Þú getur skráð rökstudda tilnefningu á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is/jafnretti, eða sent tölvupóst á netfangið samfelagssvid@akureyri.is.
Rökstuddar tillögur skulu hafa borist fyrir 1. desember nk.
UMMÆLI