Fjölgar í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra

Fjölgar í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra

Það fjölgar um einn í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra á milli daga. Um helgina hefur samtals fjölgað úr 10 í 12 í einangrun vegna smits á svæðinu. Þetta er samkvæmt nýjustu upplýsingum á covid.is.

Það fjölgar einnig í sóttkví og nú eru 19 einstaklingar skráðir í sóttkví á Norðurlandi eystra. Langar raðir hafa verið í sýnatökur hjá HSN síðustu daga.

88 greindust með Covid-19 á Íslandi í gær. Af þeim sem greindust var 71 fullbólusettur. Nýjar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti. 200 manna samkomutakmarkanir eru komnar á og þá eru grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins meters fjarlægð.

Sambíó

UMMÆLI