NTC

Hitinn hefur áhrif á dýrinMynd: mbl.is

Hitinn hefur áhrif á dýrin

Hitinn undanfarnar vikur hefur haft áhrif á dýr á Norðurlandi. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á þófunum á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að hestar fái vatn, salt og skjól frá sólinni. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu.

Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum Lögmannshlíð, segir að verkefnum hafi fjölgjað í hitanum. Hún hefur til dæmis fengið til sín hunda sem hafa brunnið á þófunum á heitu malbiki. „Það þarf að passa það rosalega vel að malbik getur hitnað og þeir eru að hlaupa greyin og þá getur flest af húðin á þófunum. Þannig að það hafa nokkrir komið svoleiðis,“ segir Elfa í samtali við RÚV. Þá eru dýrin háð eigundum sínum að komast úr hitanum í eitthvað kaldara.

Elfa bendir einnig á að ekki sé til dæmis gott fyrir kýr að vera úti í svona mikilli sól og hita. Þær geti sólbrunnið á júgrunum og hvítar kýr geti brunnið á skrokknum.

Fréttastofa RÚV talaði einnig við Andreu Margréti Þorvaldsdóttur Í Breiðholtinu á Akureyri. Hún segir langflest hross séu úti á þessum tíma ársins og hafa verið í brennandi sól síðustu vikur. Hún segir að hrossunum líði alls ekkert illa í sólinni ef þau komast í smá skugga. „Þau þurfa fyrst og fremst að hafa aðgang að fersku vatni, alls ekki stöðnuðu vatni, og nóg salt. Af því að þegar hross svitna þá tapa þau svo miklum söltum.“ Mjög algengt sé að hross sólbrenni í kringum nasir og munn ef þau eru hvít þar og með ljósa húð. Þá geti hross sem eru ljós í kringum augun líka brunnið þar. 

Sambíó

UMMÆLI