Hlöðuballi Mærudaga hefur verið aflýst. Ballið átti að fara fram að fara á Húsavík um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu Hestamannafélagsins Grana.
„Það er með trega og sorg sem við tilkynnum hér með að hlöðuballinu 2021 hefur verið aflýst“, segir í tilkynningunni.
Ástæðan sé aðstæður og óvissan í samfélaginu. Formaður Grana hvetur hins vegar fólk til að „hafa gaman af lífinu og reyna eftir fremsta megni að njóta helgarinnar“.
Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag til að ræða minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. Gert er ráð fyrir að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins.
UMMÆLI