Gamlar myndir af Akureyri

Stærsta stjarna í frjálsu falli yfir Akureyri. Mynd: Siggi B

Facebook hópurinn Gamlar myndir af Akureyri hefur vakið miklar vinsældir á meðal bæjarbúa. Hópurinn er eins og nafnið gefur til kynna vettvangur fyrir Akureyringa til að setja inn gamlar myndir frá Akureyri. Í dag eru hátt í 2000 meðlimir í hópnum sem var stofnaður árið 2016.

Guðmundur Ómarsson stofnandi hópsins er mikill áhugamaður um gamlar ljósmyndir frá Akureyri en rak sig á það að það væri takmarkað magn af þeim. Vissulega væri hægt að fara niður á minjasafn og fletta í gegnum möppur en það væri seinlegt og ekki á allra færi. Hann stofnaði því hópinn til þess að almenningur hefði aðgang að myndum á rafrænu formi.

„Það er stór hópur fólks sem hefur mjög gaman af því að skoða gamlar myndir. Fyrir mig þá er þetta bara nostalgía að skoða gamlar myndir af mínum heimabæ og sjá þær breytingar sem hafa orðið í bænum,“ segir Guðmundur. Hann segir að hópurinn hafi upphaflega verið smár en undanfarnar vikur hafi hann byrjað að vaxa mjög hratt.

Hér að neðan má sjá brot af myndum sem hafa verið settar inn á hópinn. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri og fletta.

 

 

VG

UMMÆLI

Sambíó