Fimm af þeim sex mönnum sem voru færðir í varðhald eftir slagsmál í miðbænum á Akureyri í gær gistu í fangageymslum lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. Einum var sleppt í gærkvöldi en lögreglan reiknar með því að hinum verði sleppt að loknum skýrslutökum. Þetta kemur fram á mbl.is.
Sjá einnig: Rúða á Götubarnum brotnaði í slagsmálum – Sex í varðhaldi
Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins verði haldið áfram í dag.
„Er lögregla kom á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin en sjónarvottar bentu á þátttakendur átakanna. Voru 6 aðilar handteknir og færðir í fangageymslu en einn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku SAk þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna. Hlaut hann áverkana eftir að hafa farið í gegnum rúðu þar sem hann skarst illa. Rannsókn málsins verður haldið áfram í dag þar sem skýrslur verða teknar af þeim handteknu,“ segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
UMMÆLI