KA TV sýnir beint frá toppslagnum í Kópavogi

KA menn mæta HK í Grill66 deild karla í handbolta í kvöld. KA er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 7 umferðir en HK-ingar eru í öðru sæti með 12 stig og geta jafnað KA á toppnum með sigri. Það er því von á hörkuleik í kvöld. Sigri KA ná þeir þó 4 stiga forskoti á HK.

Akureyri er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig líkt og HK. Akureyri fær Hvíta Riddarann í heimsókn klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Hvíti Riddarinn er á botni deildarinnar með 0 stig. Fyrir þá sem komast ekki á leikinn verður hann sýndur beint á Þórsport TV.

Leikur KA og HK fer fram í Digranesi í Kópavogi og hefst klukkan 19:00. KA-TV verður á staðnum og mun sýna leikinn beint þannig að það er engin ástæða til að örvænta ef þú kemst ekki í Digranesið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó