KA og Afturelding mætast í Mizuno deildinni

Karlalið KA í blaki

Um helgina verða tveir leikir í Mizuno deild karla í blaki í KA heimilinu. Bikarmeistarar Aftureldingar koma í heimsókn og leika við heimamenn í KA. Fyrri leikurinn verður á laugardagskvöld klukkan 19 og sá seinni á sunnudag klukkan 13.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 4 stig eftir 2 leiki og Afturelding vermir botnsætið með 0 stig eftir 3 leiki.

Á síðasta tímabili unnu KA menn allar sínar viðureignir gegn Aftureldingu en bæði lið hafa breyst töluvert síðan þá með brottfalli ýmissa leikmanna og komu annarra. Það verður því spennandi að sjá hvort liðið verður sterkara um helgina og hvetjum við alla blakaðdáendur sem og allt KA fólk til að mæta og styðja við bak strákanna okkar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó