Knattspyrnuleikmaðurinn Harvey Willard hefur gert samning við knattspyrnudeild Þórs til næstu þriggja ára. Harvey leikur í augnablikinu með Víkingi Ólafsvík í Lengjudeildinni og mun klára tímabilið þar áður en hann kemur til Akureyrar í haust.
Harvey er fæddur árið 1997 í Englandi og spilar sem kantmaður. Hann á að baki 59 leiki með Víkingum síðustu þrjú tímabil þar sem hann hefur skorað 30 mörk. Hann hefur skorað 3 mörk í 12 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
UMMÆLI