Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði Lundarskóla síðustu mánuði og hefur hluti nemenda skólans stundað nám í húsnæði Rósenborgar á meðan. Núna eru framkvæmdir við A-álmu skólans komnar langt á veg en unnið er við lokafrágang þessa dagana.
Sjá einnig: Gagnger endurnýjun á húsnæði Lundarskóla
Á vef Akureyrarbæjar segir að reiknað sé með því að kennsla hefjist á réttum tíma í ágúst næstkomandi. Þar segir að húsgögn í allar kennslustofur séu væntanleg í lok mánaðarins og þá verði bæði lóð og körfuboltavöllur austan við skólann lagfærð fyrir skólabyrjun.
Framkvæmdir við B-álmu skólans eru hafnar og er áætlað að framkvæmdum við hana og nýjan inngarð milli álmanna ljúki næsta sumar.
UMMÆLI