NTC

Bólusetningar ganga best á Norðurlandi

Bólusetningar ganga best á Norðurlandi

Bólusetning gegn Covid-19 gengur best á Norðurlandi en um 75 prósent íbúa á svæðinu hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á Covid.is. 

Í gær fór fram bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri. Þeir sem fengu Pfizer bóluefni 16. júní og fyrr mættu í seinni bólusetningu og þá var einnig opið á milli klukkan níu og tvö fyrir þá sem vildu fá Janssen bóluefni. Fólk var mætt í biðröð fyrir utan slökkvistöðina fyrir klukkan níu í gærmorgun.

Í umfjöllun RÚV um bólusetningar kemur fram að áætlað er að bólusetningum á Akureyri verði að mestu lokið í næstu viku. Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að byrjað hafi verið að bólusetja á slökkvistöðinni í febrúar eða byrjun mars.

„Við höfum verið hér í hverri einustu viku, stundum tvisvar og stundum þrisvar, þannig að þetta eru að verða dálítið margir dagar. En þetta er ótrúlega ánægjulegt, þetta er búið að vera rosalega stórt verkefni en krefjandi líka. En ánægð fer ég héðan, algerlega.“  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó