Handboltakonan Ásdís Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handboltalið KA/Þór. Ásdís var lykilmaður í liðinu sem vann alla titla sem í boði voru síðastliðinn vetur.
Sjá einnig: Ásdís í skýjunum eftir ótrúlegan vetur: „Það er búið að vera svo gaman hjá okkur“
Ásdís er 23 ára gömul og hefur leikið allan sinn feril fyrir KA/Þór. Hún gerði 85 mörk fyrir KA/Þór á síðustu leiktíð og þá spilaði hún einnig fyrstu landsleiki sína fyrir A-landslið Íslands og þótti standa sig vel.
„Það er gríðarlega mikilvægt að halda Ásdísi áfram innan okkar raða og alveg ljóst að við ætlum okkur áfram að vera besta lið landsins. Framundan hjá KA/Þór er titilvörn sem og Evrópukeppni en kvennaliðið okkar hefur aldrei áður tekið þátt í Evrópukeppni og mikil spenna að sjá hver andstæðingur okkar verður þar,“ segir í tilkynningu á Ka.is.
UMMÆLI