Framsókn

KÁ-AKÁ og Óðinn Svan tóku lagið þegar Palli lokaði Pollamótinu í Boganum

KÁ-AKÁ og Óðinn Svan tóku lagið þegar Palli lokaði Pollamótinu í Boganum

Pollamót Þórs og Samskipa fór fram á knattspyrnusvæði Þórs um helgina. Mótinu lauk með Palla balli í Boganum á Akureyri. Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, KÁ-AKÁ, tók lagið sitt Þorpið mitt á ballinu, eins og venjan er, en að þessu sinni fékk hann aðstoð frá manni sem er ekki jafn vanur því að stíga á svið á tónleikum. Fréttamaðurinn Óðinn Svan Óðinsson steig á svið og tók lagið með honum.

Metþátttaka var á mótinu í ár og uppselt var á ballið um kvöldið, 1200 miðar seldust. Stemningin var eftir því og hún varð sennilega aldrei meiri en þegar að Óðinn og Halldór stigu á svið. Óðinn birti stutt myndband á Twitter síðu sinni:

Sambíó

UMMÆLI