Anna María vann titilinn í trissuboga og sló Íslandsmet

Anna María vann titilinn í trissuboga og sló Íslandsmet

Bogfimikonan Anna María Alfreðsdóttir úr Íþróttafélaginu Akur á Akureyri sigraði í trissuboga kvenna undir 18 ára á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi í gær. Anna sló eitt Íslandsmet og var nálægt því að slá annað.

Anna skoraði 640 stig í undankeppni Íslandsmóts ungmenna í dag sem er aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu í U21 flokki sem Anna á sjálf. Hún náði 641 stigi í fyrra sumar á Stóra Núps mótinu. Í gull keppninni sigraði Anna með nýju U21 Íslandsmeti, 137 stigum.

Anna var eini keppandinn fyrir ÍF Akur á mótinu en Rakel Arnþórsdóttir í sama félagi tók þátt sem sjálfboðaliði á mótinu en hún er 21 árs á árinu og því búin með sinn feril í ungmennaflokkum. Þær kepptu einnig báðar á Norðurlandameistaramóti ungmenna í gær. Þú getur lesið meira um það hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó