NTC

Akureyrarbær leitar að sviðsstjóra fyrir nýtt stoðsvið bæjarins

Akureyrarbær leitar að sviðsstjóra fyrir nýtt stoðsvið bæjarins

Akureyrarbær leitar nú að starfsmanni til þess að leiða nýtt stoðsvið bæjarins. Um er að ræða glænýtt starf hjá Akureyrarbæ á nýju þjónustu- og skipulagssviði. Nýja stoðsviðið ber meðal annars ábyrgð á stafrænum umbreytingum, markaðs- og menningarmálum, og innri og ytri upplýsingum og þjónustu.

Nýtt þjónustu- og skipulagssvið Akureyrarbæjar er hluti af stjórnsýslubreytingum sem taka gildi um næstu áramót. Breytingarnar fela í sér að stjórnsýsla sveitarfélagsins verði einfölduð og svið sameinuð. Breytingarnar eru hluti af áherslum í samstarfssáttmála bæjarstjórnar um sjálfbæran rekstur.

Sjá einnig: Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ – Liggur fyrir að lækka þurfi launakostnað

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar segir að Akureyrarbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða þjónustu- og skipulagssvið bæjarins. Um er að ræða nýtt stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum sem hluta af uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins en faglegur hluti skipulags- og byggingamála er á ábyrgð forstöðumanna þeirra verkefna. Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar, innri og ytri upplýsingum og þjónustu s.s. rafrænni stjórnsýslu, heimasíðu bæjarins, þjónustuveri, skjalastjórnun, þjónustu við kjörna fulltrúa, rekstri og umsjón starfsstöðva og mötuneyta, íbúasamráði og atvinnumálum. Næsti yfirmaður sviðsstjóra er bæjarstjóri.

Frekari upplýsingar um starfið má sjá á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst og sótt er um starfið á alfred.is. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó