Í dag, 26 júní, mun fara fram grænmetismarkaður á stéttinni fyrir framan Ketilkaffi milli klukkan 13:00-15:00. Hægt er að næla sér í lífrænt grænmeti og ávexti frá Austurlands Food Coop. Einnig er hægt að kaupa kaffibaunir frá Kaffibrugghúsinu.
Sjá einnig: Ketilkaffi í Listasafninu fer vel af stað.
Ketilkaffi er nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri. Á boðstólunum er meðal annars sérvalið kaffi frá Kaffibrugghúsinu, bakkelsi, heimabakað súrdeigsbrauð, fiskisúpa, smáréttir, kokteilar og frábær vín.
Austurland Food Coop hefur notið mikillar vinsældar en fyrirtækið flytur inn lífrænt ræktað grænmeti frá meginlandi Evrópu með Norrænu. Grænmetinu er síðan komið til kaupenda víðsvegar um Austurland og hefur einning teygt sig yfir á Norðurlandið.
UMMÆLI