Framsókn

Vísindaskóli unga fólksins í fullum gangi – „Í fyrsta skipti eru miklu fleiri strákar“

Vísindaskóli unga fólksins í fullum gangi – „Í fyrsta skipti eru miklu fleiri strákar“

Vísindaskóli unga fólksins er nú haldinn í sjöunda sinn í Háskólanum á Akureyri. Markmið Vísindaskólans er að bjóða aldurshópnum 11-13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast fimm þemum, einu þema á hverjum degi, sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri. 

Þemu vísindaskólans í ár eru:

  • Af hverju kom gos á Reykjanesi?
  • Lengi lifi Ísland.
  • Að lifa af í náttúrunni: björgunarsveitarstörf, býflugur og blóm
  • Sem betur fer erum við ekki öll eins
  • Er orkan endalaus?

Samkvæmt fréttastofu RÚV er meirihluti nemenda í ár strákar. „Hingað koma í eina viku um 80 krakkar og í fyrsta skipti á þessum sjö árum eru miklu fleiri strákar, sem er eiginlega algjörlega öfugt við Háskólann vegna þess að þar eru 75-80 prósent konur. Þannig að í Vísindaskólanum er þessu öðruvísi háttað. Þau koma víða við og hver dagur er þéttsetinn þannig að þau fara frekar þreytt heim á kvöldin,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskólans, í samtali við fréttastofu RÚV. 

Heildarumfjöllun RÚV má lesa með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó