NTC

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks


Skautasamband Íslands hefur verið að bjóða upp á röð fyrirlestra sem tengjast íþróttinni og almennri íþróttamennsku. Næsti fyrirlestur á vegum sambandsins verður haldinn í skautahöllinni á Akureyri og snýr að þessu sinni að íþróttum almennt, þ.e. næringu íþróttafólks. Fyrirlesturinn er því opinn öllum sem hafa áhuga. Fyrirlesari er Sonja Sif Jóhannsdóttir, master í íþrótta- og heilsufræðum. Hér að neðan er lýsing á fyrirlestrinum.


Næring og fæðuval er mörgum hugleikið viðfangsefni enda getur matræðið haft áhrif á heilsu, líðan og líkamlega afkastagetu. Í þessum fyrirlestri er fjallað um þá þætti sem mestu máli skipta þegar kemur að næringu íþróttafólks á öllum stigum afreksmennsku, þar á meðal vökva- og orkuþörf. Til að byggja upp og halda sér í góðu formi verður líkaminn að fá rétt hlutfall af næringarefnum sérstaklega hjá unglingum sem þurfa aukna orku til að geta bætt árangur sinn á sama tíma og líkaminn er að vaxa. Hvað og hvenær skal borða? Hvernig á samsetning að vera? Hvað með íþrótta- og orkudrykki? Fæðubótarefni, eru þau nauðsynleg til að ná árangri? Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað í fyrirlestrinum.

Fyrirlesturinn er opinn öllum sem hafa áhuga og verður haldinn laugardaginn 25. nóvember klukkan 15 til 16 í Skautahöllinni á Akureyri. Nánar um viðburðinn hér. 
Aðgangseyrir er kr. 500,-

VG

UMMÆLI

Sambíó