Skora á stjórnvöld að stuðla að læknanámi við Háskólann á Akureyri

Háskólinn á Akureyri.

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Eyþings, sam­bands sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og Þing­eyj­ar­sýsl­um, kemur fram að mikilvægt sé að auka fjárveitingar til iðn- og tæknináms bæði á framhalds- og háskólastigi á svæðinu og stuðla að kynningu á iðn- og tækninámi á grunnskólastigi. Þá er skorað á stjórnvöld að stuðla að læknanámi við Háskólann á Akureyri.

Í ályktuninni kemur einnig fram að tryggja þurfi fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila og að daggjöld verði miðuð út frá þeim kröfum sem gerðar eru til rekstursins.

Þar er einnig talað um að brýnt sé að grípa til aðgerða vegna stöðu sauðfjárræktar í landinu og að leitað verði til leiða til að auka aðgengi barna og ungmenna að menningu og listum bæði innan veggja skóla og í tómstundum.

Ályktun frá fundi Eyþings í heild sinni má nálgast hér. 

VG

UMMÆLI