Aðalfundur Eyþings, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, var haldinn á Siglufirði 10. og 11. nóvember. Þar var rætt um rekstur almenningssamgangna á vegum landshlutasamtakanna. Samningar um rekstur almenningssamgangna á vegum landshlutasamtakanna renna út á árinu 2018 Talið var að ekki yrði áframhaldandi þörf á rekstri almannasamgangna, nema til komi stóraukið framlag frá ríkinu til rekstrarins. Á aðalfundi sveitarfélaganna var ákveðið að fela stjórn Eyþings að nýta uppsagnarákvæði samningsins.
Fram komnum hugmyndum um um niðurgreiðslu á innanlandsflugi var hins vegar fagnað á fundinum og var skorað á stjórnvöld að fylgja því máli eftir.
Í ályktun fundarins kom þá fram að mikilvægt sé að tryggja fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar samgöngumannvirkja í landshlutanum. Þá lögðu fundarmenn sérstaka áherslu á að tryggt verði fjármagn til að klára Dettifossveg og til uppbyggingar á flughlaði á Akureyrarflugvelli.
„Auk þessa ítrekar fundurinn áður framkomnar ályktanir Eyþings um mikilvægi þess að koma uppbyggingu vegar um Langanesströnd og Brekknaheiði með bundnu slitlagi inn á framkvæmdaáætlun.“
UMMÆLI