Þórsarar halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næsta sumar í Inkasso-deildinni. Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo er genginn til liðs við Þór frá bikarmeisturum ÍBV.
Alvaro, sem er 26 ára gamall, skoraði 3 mörk fyrir Eyjaliðið síðasta sumar sem endaði í 9.sæti Pepsi-deildarinnar. Hann er fjölhæfur leikmaður og getur spilað allar stöður framarlega á vellinum.
Montejo er því þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þór í vetur en áður hafði liðið fengið þá Admir Kubat og Bjarka Þór Viðarsson. Þórsarar enduðu í 6. sæti Inkasso-deildarinnar síðasta sumar og ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti næsta sumar.
UMMÆLI