Hljómsveitin Volta gefur út sína fyrstu breiðskífu

Hljómsveitin Volta gefur út sína fyrstu breiðskífu

Hljómsveitin VOLTA frá Akureyri gefur út sína fyrstu breiðskífu sem mun innihalda 12 lög eftir þá Aðalstein Jóhannsson og Heimi Bjarna Ingimarsson.
Svo hún geti orðið að veruleika að þá þurfa þeir okkar hjálp til að safna fyrir henni en söfnun er hafin á Karolinafund. Hér er hægt að styðja við hljómsveitina.

Hljómsveitina skipa:
Bassi: Aðalsteinn Jóhannsson
Söngur og Kassagítar: Heimir Bjarni Ingimarsson
Trommur: Arnar Scheving
Rafgítar: Ingvar Leví Gunnarsson
Hammond: Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson

Volta er búin að fara í hljóðver og taka upp tvö lög, Á nýjan stað og Traveler, einnig er búið að taka upp myndband við lagið Á nýjan stað. Stefnan er svo að gefa út 12 laga plötu árið 2018. Söfnunin snýst um að fjármagna hljóðritun á þessari plötu. Bandið er að æfa stíft og hefur komið talsvert fram síðasta árið. Volta hefur ekki fastmótaða tónlistarstefnu en er líklega í rokk/folk countrybræðing með tilfinningu. Textar eru bæði á íslensku og ensku.

Sambíó

UMMÆLI