NTC

Samningur um skiptingu lífeyrisskuldbindinga vegna öldrunarheimila

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Dan Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs skrifa undir samninginn. Mynd af Akureyri.is.

Akureyrarbær og fjármála og efnahagsráðuneyti Íslands hafa skrifað undir samning um lífeyrisskuldbindingar vegna öldrunarheimila. Samningurinn byggir á samkomulagi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í ársbyrjun 2016 var skipaður starfshópur fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Dan Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat í fyrir hönd Akureyrarbæjar og var tilgangurinn að fara yfir lífeyrissjóðsskuldbindingar vegna samrekstrarverkefna ríkis og sveitarfélaga.

Samkvæmt samningnum mun ríkið greiða upp 97 % af áföllnum lífeyrissjóðsskuldbindingum öldrunarheimila bæjarins. Um er að ræða þrjá lífeyrissjóði þ.e. Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar og voru skuldbindingarnar upp á rúmar 1.874 milljónir og mun ríkissjóður yfirtaka rúmar 1.818 milljónir króna eða 97 %.

VG

UMMÆLI